Skjaldborgin var heimsmetinu skárri

Punktar

Heimsmet Sigmundar Davíðs er blaðra, sem loftið hefur lekið úr. Komin eru ný loforð, sem eru brot af kosningaloforði. Nýju loforðin snúast um, að í stað hrægamma borgi skattgreiðendur, svo og skuldunautar sjálfir. Lengi var þetta farsi og nú hann orðinn harmleikur. Erfitt verður fyrir heimsmetshafann að telja þér trú um, að þessi útkoma sé í lagi. Oft hafa pólitíkusar gripið til flugelda til að dylja staðreyndir, en fæstum dylst, að blaðran er sprungin. Niðurstaðan er einfaldlega, að illræmd skjaldborg Jóhönnu Sigurðardóttur var mikilvægari og vitlegri en fjölbreytt heimsmet loddarans Sigmundar Davíðs.