Frá Þórólfsfelli norðan Hlöðufells eftir línuvegi að Kjalvegi.
Þetta er sá hluti línuvegarins, sem liggur austur frá Þórólfsfelli. Vesturhlutinn heitir hér Skjaldbreiður.
Tungufljót heitir sex nöfnum á leið sinni til sjávar. Efst er Læmið, sem rennur í Hagavatn, síðan Farið, sem rennur í Sandvatn, þá Ásbrandsá úr vatninu, síðan Tungufljót, sem rennur í Hvítá, sem rennur í Ölfusá.
Löng og leiðinleg hraunslóð og oft gróf eins og háttar til með línuvegi, sem eru auðvitað hugsaðir fyrir bíla. Ekki fara sögur af erfiðleikum með hesta á vaðinu yfir Tungufljót.
Förum frá fjallaskálanum Þórólfsfelli norðan við samnefnt fell og förum línuveginn til austurs norðan við Lambahraun í Mosaskarð milli Fagradalsfjalls og Mosaskarðsfjalls, þar sem gamli Eyfirðingavegurinn lá frá Hlöðuvöllum yfir Farið til Bláfells. Hér slær línuvegurinn sér til suðausturs fyrir Sandvatn, yfir Tungufljót í Krosshólum og þaðan upp á Kjalveg.
24,1 km
Árnessýsla
Jeppafært
Skálar:
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH