Er að lesa tölvuútgáfu af Persastríðunum eftir Herodotus. Skemmtilega bók, sem lýsir borgaskipulagi, hernaði, kaupsýslu, fatnaði og siðum fjarlægra þjóða. Um 100.000 bækur eru til ókeypis í þessu formi, flestar á vegum gutenberg.org. Þar eru auðvitað öll fornrit, önnur en íslenzk, til dæmis Gilgames og Sinuhe. Ég var að hugsa um að fara að lesa þar gamlar bækur. En stór galli er á gjöfinni, það er of erfitt að lesa langan texta á skjá. Ég þreytist aftur og aftur í augunum. Hins vegar hef ég ekkert fyrir að bryðja þrjá reyfara á dag á pappír. Skjárinn á enn langt í land að ná pappírnum.