Frá Kolbeinsstöðum eða Snorrastöðum að Stóra-Hrauni í Hnappadal.
Fjórar leiðir eru austur-vestur um Eldborgarhraun. Elzta gatan og gamla póstleiðin er Skjólhvammsgata um norðanvert hraunið. Hún liggur norður frá Snorrastöðum meðfram Borgarlæk og sveigir vestur í hraunið á móts við Haukatungu. Einnig er farið beint norður af austri frá Kolbeinsstöðum, sunnan við Kolbeinsstaðatjarnir og Stórhólmatjörn, en norðan við Haukatungutjarnir. Sameinast þar slóðirnar. Við Leynifit við Hábrekknavað á Haffjarðará komum við að heimreið að Stóra-Hrauni og fylgjum henni síðan. Engin þessara hraunleiða er fær jeppum.
Hér að framan er getið póstleiðarinnar um Skjólhvammsgötu. – Þrællyndisgata er syðst í hrauninu, frá Snorrastöðum niður með Kaldá og síðan austur með Kaldárós. Þar sem ósinn sveigir til suðurs förum við beint norðvestur hraunið að eyðibýlinu Litla-Hrauni. Erfið gata og seinfarin. Frá Litla-Hrauni förum við um Krókabotn að Stóra-Hrauni. – Eldborgargata er ekki forn, fannst síðar. Liggur beint austur frá Yztu-Görðum um mitt hraun fyrir norðan Eldborg beint að Stóra-Hrauni. -Loks er nýleg hitaveituleið frá Snorrastöðum beint norðvestur að Stóra-Hrauni.
18,8 km
Snæfellsnes-Dalir
Skálar:
Snorrastaðir: N64 46.558 W22 17.969.
Nálægir ferlar: Múlavegur, Saltnesáll, Gamlaeyri, Hítará, Haffjarðará, Haffjarðareyjar.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort og Útivistarkort