Forsetinn studdi ríkisstjórnina eins og við var búizt. Lítur enda á forsætis sem sérstakan skjólstæðing sinn. Báðir eru þeir þjóðrembd framsókn og báðir óvenjulega ósvífnir. Forsetinn hefur einnig löngum stutt auðgreifa, fyrrum einkum útrásargreifa og síðar einkum kvótagreifa. Ekki stoðaði að leita í fyrri ákvörðunum hans sjálfs um þjóðaratkvæði. Fjöldi áskorenda í bænarskrám skiptir hann engu. Forsetinn finnur bara orðhenglana, sem henta honum hverju sinni. Enda veit hann, að fólkið hans stendur ekki við óskir sínar, þegar á reynir. Vesalingarnir lyppast niður í þjóðlindarentu eins og í stjórnarskrá.