Skjótastaðir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Höfnum á Reykjanesi til Grindavíkur.

Kirkjuhöfn var áður verstöð, sem eyddist af sandfoki frá Sandvík. Skjótastaðir er óvenjulega eyðilegt eyðibýli, sem húkir milli hafs og hrauns rétt norðan Stóru-Sandvíkur. Í Arfadalsvík var áður verzlunarstaðurinn í Grindavík, áður en hann var fluttur austur í núverandi Grindavík.

Förum frá Höfnum suður með vegi að Júnkaragerði. Síðan um Kirkjuhöfn suður með ströndinni eftir jeppavegi um Berghól og eyðibýlið Skjótastaði. Síðan suður um Sandvíkur og Mölvík. Beygjum austur eftir slóð á jeppaveg með suðurströndinni um Hróabás og Lynghólshraun austur að Grindavík.

30,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Einiberjahóll, Sýrfell, Stapafell.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH