Hef nokkrum sinnum dásamað TripAdvisor fyrir að auðvelda líf ferðafólks. Tilvalið að víkka hugmyndafræðina, láta hana ná til alls konar neytendamála. Gefa neytendum orðið á fleiri sviðum en í vali hótela og veitingastaða, skoðunarverðra staða og ferðaþjónustu. Láta notendur fá orðið um bakarí og fiskbúðir, stórmarkaði og dagvörubúðir, tízkuvöruverzlanir og alls konar þjónustu. Svo sem þjónustu iðnaðarmanna og lækna, rakara og dekkjaverkstæða. Þetta væri fín viðbót við grunninn, sem þegar er kominn hjá TripAdvisor. Í sumum borgum er sjálfstæðir skoðanabankar, en ekkert er enn til hérlendis.