Blaðamenn leiðrétta fréttir, ef þeir eru góðir blaðamenn. Þeir leiðrétta fréttir, en ekki skoðanir. Þær verða ekki leiðréttar, af því að þær eru skoðanir, en ekki staðreyndir. Þær eru persónulegar. Þær eru ekki jafnar, sumar eru illa grundaðar og óvandaðar. En þær verða samt ekki leiðréttar. Stundum krefjast menn af fjölmiðlum, að þeir leiðrétti skoðanir, sem þar hafa komið fram. Slíkt vilja fjölmiðlar ekki gera, enda geta þeir það ekki. Stundum kvartar fólk yfir því, sem ég skrifa. Ég leiðrétti mig, ef ég hef farið rangt með staðreyndir. En skoðanir mínar verða seint leiðréttar.