Gallinn við flestar mælingar á hamingju þjóða er, að fólk er sjálft spurt, hvort það sé hamingjusamt. Marklaus er ný könnun, sem sýnir Íslendinga í fjórða sæti í hamingju, því að hún spyr, hvort menn séu sáttir við líf sitt. Slíkum spurningum svara Íslendingar jafnan játandi. Þjóðir eru að meðaltali mismunandi lygnar og Íslendingar eru óvenjulega lygnir. Það er mín reynsla, að Íslendingar svari eins og þeir telja vera heppilegt í stöðunni. Betra er að mæla hamingju þjóða með mælingu áþreifanlegra atriða, svo sem ýmissa þátta í heilsufari og sérstaklega í geðheilsu.