Skólabrú er laus

Veitingar

Ef ég ræki veitingahús, mundi ég vilja gera það á Skólabrú andspænis kór Dómkirkjunnar. Þar bjó og vann augnlæknirinn Kristján Sveinsson á virtasta höfðingjasetri bæjarins. Húsið er glæsilegt, teiknað fyrir öld arkitekta, kjörið fyrir snilling. Í fimmtán ár var hér veitingastaðurinn Skólabrú. Hann byrjaði rösklega með Skúla Hansen sem eldameistara, sem stóð stutt við. Síðan koðnaði staðurinn niður í ekki neitt á vegum ýmissa gleymdra eigenda og kokka. Nú er búið að loka staðnum og er það vel við hæfi. Hér þarf að kvikna nýtt líf. Kjörinn staður fyrir nýfranskan sjávarréttastað.