Forstjóri Icelandair er farinn að spá fimm milljónum ferðamanna á ári. Þar með er ljóst, að íslenzka geðveikin hefur tekið völdin. Í þrjú ár hefur ráðherra ferðamála snúizt kringum sjálfa sig með ónothæfan ferðapassa, sem enginn vill. Þrjú ár hafa farið í súginn. Nú síðast segir Business Insider, að Ísland sé einn af tólf ferðastöðum, sem senn geti ekki tekið við fleiri ferðamönnum. Taka verði þar upp skömmtun til að ná jafnvægi. Bezta leiðin til að auka tekjur og fækka ferðamönnum er komugjald og/eða gistináttagjald. Ekki seinna en núna er brýnt að losna við Ragnheiði Elínu og koma þessari skömmtun á um næstu áramót.