Fanney Björk Ásbjörnsdóttir er innsýn í svartnætti heilsuþjónustu undir stjórn Kristjáns Þórs Júlíussonar og Sjálfstæðisflokksins. Hún er ekki í þeim 30 manna hópi útvalinna af 800 lifrarbólguveikum, er fá rándýrt lyf, sem reynist lækna sjúkdóminn. Hún smitaðist við blóðgjöf á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja árið 1983 og er nú dauðans matur. Ef hún væri rík, gæti hún borgað lyfið sjálf og troðið sér fremst í röðina. Það er hið tvöfalda heilsukerfi Flokksins, eitt fyrir ríka og annað fyrir fátæka. Nýr landlæknir „tekur ekki afstöðu til þess, hver borgi reikninginn“. Fátt er því til fyrirstöðu enn frekari skömmtunar lífs og dauða.