Skondnar skoðanir

Ferðir

Margt skondið kemur í ljós, þegar allir eru farnir að tjá sig opinberlega í bloggi eða á fésbók. Maður dagsins er Þór Saari, sem drukknar í ferðafólki. Getur ekki lengur séð Þingvöll, Geysi og Gullfoss fyrir þúsundum útlendinga. Ég var þarna í sumar og sá allt mjög vel. Kannski vantar Þór bara gleraugu. “Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu”, segir hann. Minnir mig á skondinn Ögmund, sem sagði eldhaf geisa um Evrópu, Þjóðverja skorta lífsrými og vilja kaupa sjálfstæði okkar fyrir eldvatn og glerperlur. Kannski þeir tveir stofni bara þjóðrembuflokk.