William Taubman segir í International Herald Tribune, að óvíst sé, að Nikita Krústjov hafi lamið skó sínum í borðið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum 13. október 1960. Sjónvarpsupptökur fréttastofa frá atburðinum hafa glatazt og sjónarvottar muna atburðinn á misjafnan hátt. Flestir segja, að Krústjov hafi hrist skóinn út í loftið, en ekki lamið honum í borðið. Taubman upplýsir jafnframt, að þetta hafi verið inniskór. Hann segir málið vera gott dæmi um, hve erfitt sé að finna sagnfræðilegan sannleika.