Skortir mannasiði

Punktar

Geislafræðingavandi Landsspítalans er fyrst og fremst forstjóranum, Birni Zoëga, að kenna. Fannst hægt að losa sig við formann félags geislafræðinga í miðjum samningaviðræðum. Atvinnurekendur hafa fyrir löngu fattað, að slíkt gengur alls ekki. Samningamenn málsaðila eru friðhelgir. Ósiðlegt er að semja við menn, sem sitja undir ógn brottrekstrar. Eitthvað vantar í Zoëga, sem fattar þetta ekki. Fattar ekki heldur, að forstjórinn getur ekki fengið hærri laun, þegar laun starfsmanna eru fryst. Þess vegna er Landsspítalinn í sífelldum manna- og samningavandræðum. Yfirmenn þurfa að kunna mannasiði.