Skortur á mannasiðum

Punktar

Bryndís Schram kom Jóni Baldvin til varnar í Mogganum í gær. Hún segir hann almennt gefa fólki gæluheiti. Samkvæmt nafnalista hennar eru sum þessi orð niðrandi. Málið er þá ekki karlremba, þegar Jón Baldvin kallar Þorgerði Katrínu ljósku. Það er bara partur af óhefluðu orðbragði hans í heimahúsum. Feill hann er að skilja ekki milli þeirrar framkomu og framkomu sinnar í sjónvarpi; skortur á mannasiðum. Það væri alvarleg vangeta hjá starfandi stjórnmálamanni, en Jón Baldvin er kominn úr bransanum. Verri eru ummæli Geirs Haarde um gagnlegar konur á ballinu og þungaðar konur í Byrginu.