Skotinn pínulítið í fótinn

Fjölmiðlun

Einu sinni kom Jökull Jakobsson á kvöldvaktina hjá mér. Var með eitthvað, sem líktist riffli. Með ógnarhraða barst sú frétt í prentsmiðjuna, að Jökull væri á leiðinni og ætlaði að skjóta Tedda prentara. Hvers vegna vissi ég ekki og veit ekki enn. Jökull kom hávær inn í prentsmiðjuna og spurði: “Hvar er Teddi”. Prentarinn sá sér þann kost vænstan að skríða undir prentvélina og fela sig þar. Þegar Jökull áttaði sig á, hvers kyns var, kallaði hann: “Komdu Teddi, ég ætla bara að skjóta þig pínulítið í fótinn.” (Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháður, 2009)