Mér láðist að útskýra í morgun, hvers vegna mér líkaði ekki við skötusel í uppvafinni blaðdeigsrúllu í Fiskmarkaðinum. Matreiðsla af því tagi er gamal-frönsk, ættuð frá Caréme. Þá veltu menn ekki fyrir sér, hversu langa eldun fiskur þolir. Né heldur, hvort eldamennskan varðveitir hráefnisbragð. Menn þjösnuðust bara á matnum með hugvitsamlegum hætti með sem mestri fyrirhöfn. Þá var nóg til af kokkum í aðalshöllum. Nú til dags hentar flókin matreiðsla ekki. Hún er andsnúin léttri og nærfærinni og nútímalegri eldun að japönskum hætti. Sem annars er yfirleitt stunduð á þessu landsins bezta veitingahúsi.