Skemmtilegustu kynni mín af íslenzkri stjórnsýslu var, þegar ráðuneyti leigði tveimur aðilum sama landið og veitti þriðja aðilanum skriflegt loforð um nýtingu þess. Ísland er sem fyrirtæki rekið á þeim misskilningi, að embættismenn séu hæfir. Til lausnar þeim vanda er brýnt að setja lög um opnun stafrænna gagnabanka, sem embættismenn hafa út af fyrir sig. Leyfa þarf fólkinu að skoða gögnin, sem embættismenn telja okkur trú um, að séu ýmist ríkisleyndarmál eða einkamál samskiptaaðila ríkisvaldsins. Breyta þarf lokaðri stjórnsýslu í opna stjórnsýslu, setja amerísk sólskinslög.