Skrattinn á vegg

Punktar

Hestar eru hræddari við reiðhjól en bíla, barnavagna en torfæruhjól, skíði en vélsleða, hræddari við fis en flugvélar. Hræddur er ég um, að eitthvað verði undan að láta, þegar fisflugvöllur er kominn í tveggja kílómetra færi við Fjárborg og nýskipulagt hestahverfi í Almannadal. Ég held, að borgin hafi án hugsunar skipulagt fisvöllinn í kjölfar skipulags hesthúsa. Ég held, að enginn hafi spáð í áhrif fisvéla á hesta á þessu svæði. Ekki er nóg að vísa til nálægðar flugvallar í Mosfellssveit við hesthúsahverfið þar. Skrattinn er ekki málaður á vegginn, hann er þarna í raun.