Fór í Silfur á Hótel Borg í hádeginu. Hef ekki komið þar áður. Enn einu sinni hefur innréttingum verið kollvarpað. Nú eru þær silfurgráar í ýmsum litbrigðum. Þjónusta var fyrirtaks og verðlagið notalegt í hádeginu, 1500 krónur aðalréttur og 2000 krónur með súpu. Matreiðslan var hins vegar léleg. Skötuselur var ofeldaður og þurr, sama að segja um kjúklinginn. Svo virðist sem fjöldi íslenzkra kokka missi sjónar á grundvallaratriðum. Þeir monta sig hins vegar af hundrað útfærslum á kartöflum í mauki, hlaupi, stöppu og froðu. Ég fæ miklu betri mat heima hjá sjálfum mér en í Silfri á Hótel Borg.