Skrautlegir aðilar

Punktar

Merkilegt er, að fylgi Dögunar í könnunum nær ekki samanlögðu fylgi þeirra stofnana, sem að flokknum standa. Hreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og Hagsmunasamtök heimilanna höfðu lítið fylgi, en samt meira en Dögun. Ég er sannfærður um, að fáum kjósendum lízt á þessa blöndu. Frjálslyndir eru orðaðir við útlendingahatur og Hagsmunasamtökin eru sérhagsmunasamtök eins og heitið ber með sér. Þingmannsefni Hagsmunasamtakanna fékk nánast ekkert fylgi í forsetakosningunum. Endurspeglar bága stöðu þeirra meðal fólks. Dögun verður að stokka spilin aftur, annars fer gott tækifæri forgörðum.