Skreytilist í matargerð

Punktar

Feneyjar og Reykjavík. Eigendur Vecia Cavana í Feneyjum skammast sín svo mikið fyrir að nota frystivöru, að þeir setja viðvörunarmerki í matseðilinn við rétti, þar sem frystivara getur komið fyrir utan réttrar árstíðar. Þetta er dæmi um, að botn ítalskra veitingahúsa er svipaður og toppur íslenzkra veitingahúsa. … Ítölsk veitingahús eru náttúruleg og jarðbundin, dæmigerð ‘cuisine terroir’ að franskri skilgreiningu. Þau hafa kokka, er minna á Rúnar Marvinsson, sem fer niður í fjöru og gjótur að finna hráefni í matinn. …