Skrifa án stíls

Fjölmiðlun

Margir Íslendingar eru haldnir þeirri meinloku, að þeir geti skrifað. Þeir fylla prentsíður og vefsíður af texta. Og gerast jafnvel blaðamenn. Þeir kunna stafsetningu og fara rétt með orðtök. Samfélagið telur það nægja. En þeir kunna engan stíl, eru frosnir í afleitum ritgerðastíl úr menntaskóla og háskóla. Stílistar eru nánast engir í umræðunni. Það er fólk, sem kann að setja punkt og stóran staf. Fólk sem spúlar textann niður um helming. Fólk sem liðast um á sértækum sagnorðum, en höktir ekki á nafnorðum. Fólk sem notar germynd, ekki þolmynd. Og notar aldrei orðtök; þau eru klisjur.