Skrifleg bezt – nafnlaus verst

Fjölmiðlun

Engin vitni eru betri en skrifleg plögg. Það er kennt í blaðamannaskólum. Engin vitni eru verri en þau nafnlausu. Það er kennt í blaðamannaskólum. Fréttastofa Ríkisútvarpið hefur undir höndum eintak af IceSave samningnum við Holland. Það er fyrsta flokks vitnisburður. Visir.is/Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni, að frétt útvarpsins sé meira eða minna röng. Það er vitnisburður af síðustu sort. Við trúum fréttastofunni, sem hefur skjölin undir höndum og hlæjum að hinni aumu, sem vitnar í nafnlausan “áhrifamann innan ríkisstjórnarinnar”. Metnaður í blaðamennsku er misjafn.