Skríll og limlestingar

Punktar

Andófsfólk stóð ekki fyrir slagsmálum á Alþingi fyrir ári. Samkvæmt myndum í sjónvarpi réðust þingverðir og löggur á það, þar sem það gargaði á pöllum Alþingis. Löggurnar voru fruntalegar og andófsfólkið varðist varla. Út í hött er að saka það um limlestingar og kalla það skríl. Ef þingverðir og löggur hafa slasast í æsingi sínum, var það þeirra eigin vandi. Andófsfólkið réðist ekki á neinn og lét ekki hendur skipta. Kæra skrifstofu Alþingis er út í hött og viðtökur óhæfa ríkissaksóknarans einnig. Helgi Bernódusson og Valtýr Sigurðsson eru alkunnir kjánar. Farsælast er að svæfa þetta bullmál.