Skrímslafréttir vinsælar

Fjölmiðlun

Vinsælasta fréttin á Eyjan.is er um karl, sem gengur með barni. Sú næsta í röðinni fjallar um indverska stúlku, sem fæddist með tvö andlit. Fréttamat notenda hefur ekkert breyzt um aldir. Þegar fréttamiðlar komu til sögunnar fyrir fjórum öldum, voru skrímslafréttir vinsælar. Til dæmis af eldspúandi drekum. Þá voru fyrirsagnir svona: “Grátandi móðir. Frétt um grimmilegt og hræðilegt morð á herra Trat.” Sú frétt var raunar sönn, Trat var skorinn í parta. Ekki er fráleitt að ætla, að eitthvað sé hæft í slíkum fréttum núna. Karlinn gengur sennilega með barni og stúlkan er sennilega með tvö andlit.