Ég viðurkenni, að skrímslið, sem reisa á við Höfðatún, er arfur frá Reykjavíkurlistanum og spilltum athafnastjórnmálum Framsóknar. Þar á að reisa risavaxna blokk á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Allt í kring eru gömul hús af hóflegri stærð. Þetta skrímsli er árás á borgina og umferðargetu hennar. Auðvitað rýrir það eignir í nágrenninu og skaðar hagsmuni nágranna. Ástæða var til að vona, að nýr meirihluti mundi stöðva þessa geðtruflun, en svo virðist ekki ætla að verða. Spillt athafnastjórnmál Framsóknar hafa erfzt með einum manni frá fyrri til núverandi meirihluta.