Enn vigta skrípakallar Héraðsdóms Reykjavíkur meiðyrði þyngra á metaskálar refsinga en nauðganir og ofbeldi. Þeir hafa kveðið upp enn einn úrskurðinn gegn málfrelsi í landinu. Hafa gert Ísafold, ritstjóra þess og blaðamanni að greiða tízkuupphæðina eina milljón auk birtingar- og málskostnaðar. Ísafold hafði skrifað satt um ástmöginn Ásgeir Þór Davíðsson og strípibúlu hans, Goldfinger. Dómurinn er meginskandall og dómarar Héraðsdóms eru meginskandall. Hatrið á tjáningarfrelsi er nokkurra ára gamalt í kerfinu. Áður var tekið vægar á sannleikanum, jafnvel um sjálfa þjóðkirkjuna.