Skrípakarlinn frá Mexikó sló sér upp á Íslandi. Samkvæmt Economist er hann þó frægastur fyrir að reyna að troða dóttur sinni og tengdasyni í æðstu stöður hjá Efnahags- of framfarastofnuninni, OECD. Angel Gurría vill, að almenningur fái sem lægst kaup, svo að „hagvöxtur“ verði sem mestur. Sjálfur leggur hann mesta áherzlu á að fá sem mest fríðindi og koma kostnaði við himinháan einkarekstur sinn á herðar stofnunarinnar. Neyðarfundur var kallaður saman í OECD vegna furðuferlis mannaráðninga hans. Um dýrðina má lesa nánar í ECONOMIST. Við hæfi er, að Gurría forstjóri klappi Bjarna Benediktssyni á öxlina. Báðir eru skrípó.