Skrípaleikir Alþingis

Punktar

Ýmsar ástæður stuðla að litlu og minnkandi áliti fólks á Alþingi. Verkstjórn er þar ófær og versnandi. Mál ríkisstjórnarinnar koma seint fram og eru illa samin af lagatæknum ráðuneytanna. Formenn þingnefnda eru of lengi með mál í vinnslu. Forsetar Alþingis leyfa trylltu málþófsliði að hertaka ræðustólinn. Fyrirspurnir þingmanna eru sumar hverjar arfavitlausar, einkum spurningar Framsóknar. Misnotkun þingmanna á þingsköpum jafngildir hertöku ræðustóls, einkum hjá Sjálfstæðisflokknum. Framíköll og aulabrandarar krydda svo þessa ömurlega tilveru þingmanna, sem þjóðin er meira eða minna búin að afskrifa.