Skrípó í héraði

Punktar

Skrípaleikur Gunnlaugs Sigmundssonar í Kögun er kominn í gang í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hápunkturinn kom strax í upphafi, þegar Gunnlaugur lýsti yfir, að hann sjálfur væri heiðarlegur og góður rekstrarmaður. Ég hef aldrei heyrt neinn halda því fram. Aðkoma Gunnlaugs að Kögun var fréttaefni á sínum tíma, meðal annars í Mogganum. Teitur Atlason hefur ekki gert annað en að rifja upp þá umræðu. Málaferli Gunnlaugs gegn honum eru alvarlegasta atlagan gegn upplýsingafrelsi stjórnarskrárinnar, sem ég hef séð um dagana. Dómaranum ber umsvifalaust að kasta skrípamálinu út um dyr. Framsóknarpabbinn er hneyksli.