Erfitt verður að gera upp hrunið við bankavíkinga, ef dómsmál falla á þann veg sem héraðsdómur yfir Lýði Guðmundssyni. Í málinu var fjallað um fimmtíu milljarða króna, en úr því fæddist lítil mús, tvær milljónir króna. Þar á ofan heldur héraðsdómur áfram þeim nýja sið að láta ríkið borga málskostnað fyrir bankavíkinga. Standi þessi dómur fyrir Hæstarétti, má snarlega skrúfa fyrir frekari vinnu Sérstaks saksóknara. Hrunið verður þá áfram eins óuppgert og það er núna, fimm árum eftir að Seðlabankinn valt og ríkið féll á hnén. Svo þykist Arngrímur Ísberg meta umferðarlagabrot til refsiþyngingar! Skrípó.