Ég er sáttur við borgarstjóraskiptin í London. Einn óútreiknanlegur fer og annar óútreiknanlegur kemur í staðinn. Ken Livingstone var fínn stjóri og Boris Johnson getur orðið fínn líka. Ken gaf skít í hefðbundnar reglur um framgöngu pólitíkusa. Hann gerði ýmsar breytingar til góðs fyrir borgina, þorði til dæmis að minnka umferðina með sköttum. Boris virkar líka eins og skrítningi, var ritstjóri ruglblaðsins Spectator. En stórar borgir þurfa róttækari lausnir en krummaskuð á borð við Reykjavík. Þess vegna er gott, að stórborgarstjórar séu skrítnir. Mega mín vegna vera vægir geðsjúklingar.