Íslenzkur ostur er sérkennilegur. Skiptist í tvo flokka, ostaskeraosta og smurosta. Ég sé ekki hnífskurðarosta eins og Brie né brotosta eins og Grana. Allur ostur virðist hér ætlaður ofan á brauð, ekki til að borða sér, enda yfirleitt vondur. Sumpart eru þetta lélegar og breytilegar falsanir á nöfnum frá útlandinu. Og sumpart eru þetta furðulegar uppfinningar, þar sem blandað er saman mjólkursmurningi og óviðkomandi fæðu eins og beikoni. Steininn tók þó úr, þegar Mjólkursamsalan auglýsir Þorraost fyrir „þá sem þora“. Dálæti landbúnaðarins á vondum og skemmdum mat er komið út yfir allan þjófabálk.