Skrítinn seðlabankastjóri

Punktar

Seðlabankastjórinn er sérkennilegur. Ver tíma sínum í lögsóknir á Seðlabankann til að fá hærra kaup. Heimtar, að bankinn borgi lagatækna fyrir sig. Líklega er hann með frekustu núlifandi Íslendingum. Á sama tíma bölsótast hann yfir afar smáum og líklega engum hækkunum til láglaunafólks. Kvartar meira að segja yfir kosningaloforðum um síðari tíma húsnæðisúrbætur. Ég held hann skilji enga tóna í mannlegum samskiptum. Hótar hækkunum stýrivaxta til að kynda undir verðbólgu. Að vísu er hann hagfræðingur, svo að ekki er hægt að heimta af honum heilbrigða skynsemi. En það er borin von, að nokkur taki mark á þvílíkum seðlabankastjóra.