Skrítinn þjóðflokkur

Hestar

Hestamenn eru skrítinn þjóðflokkur, sem líkist Íslendingum að útliti, en á fátt annað sameiginlegt. Vita varla, að forsetakosningar eru í dag, en vita flest um einkunnir stóðhesta og allt um ættir þeirra. Halda vikulanga hátíð sína, fjölmennasta samkvæmi Íslands. Í Reykjavík, því landsbyggð og þéttbýli eru sátt í þessum hópi. Í Víðidal eru nú 30 veitingahús, 40 búðir og ótal hrossaprangarar, sem vita, hvar viðskiptin eru. Bændasamtökin rækta með sér gamalt Reykjavíkurhatur, neituðu fyrst að vera með, vita ekki hvar bisness er. Létu sér segjast að lokum. Enda er hér glæsilegasta hestahátíð sögunnar.