Skrítni sýslumaðurinn

Punktar

Skrítið embætti sýslumanns í Kópavogi. Endurnýjar passa og ökuskírteini fyrir Reykjavík og Kópavog í sama sal. Fyrir vegabréf eru teknar ljósmyndir á staðnum og fara þar stafrænt í gagnabanka. Þær myndir er ekki hægt að nota í ökuskírteini! Fólk þarf enn að koma með passamyndir af sér til að setja í ökuskírteini. En þær myndir má ekki nota í passa! Síðan líða þrjár (!) vikur, unz skírteinið er tilbúið. Passamyndir eru nefnilega sendar í pósti til London, þar sem enn er fornaldar prentverk. Býr til ökuskírteini fyrir Langtburtistan, þar sem ekki er runnin upp tölvuöld. Skilur einhver þetta?