Skrítnir þessir píratar

Punktar

Píratar eru öðru vísi en aðrir. Borga skuldir flokksins, taka ekki kosningalán. Eru ábyrgari en Sjálfstæðis, sem hefur ekki grynnkað á skuldum í áratug. Píratar bjóða fram ungt, heiðarlegt fólk. Bjóða rækilega stefnu, byggða á fundum þeirra og sérfræðinga. Ekki varahjól undir vagni gömlu bófanna, úreltrar stjórnarskrár, stóriðjustefnu eða styrjaldar við fátæka og húsnæðislausa. Eru klettur í hafi stjórnlauss lýðskrums nýrra flokka. Vilja vita, hvað öll þráð atriði kosta í fjárlögum. Fyrst og fremst þjóna píratar engum sérhagsmunum eins og aðrir þjóna. Hyggjast opna stjórnkerfið frá degi til dags til að hindra samsæri gegn fólkinu.