Í frábærri bók Mort Rosenblum um hrun Bandaríkjanna sakar hann fjölmiðlana um hluta af ábyrgðinni. Bandarískt sjónvarp brást alveg, dagblöðin meira eða minna og fréttastofan AP bilaði líka. Al Jazeera flutti réttari fréttir frá Írak en CNN. Upp úr aldamótunum komust framgjarnir viðskiptaskólamenn til valda á fjölmiðlunum. Það var í skjóli grúppa, sem voru þá að eignast fjölmiðla. Drengirnir skrúfuðu fyrir réttar fréttir. Þar á meðal ritskoðaði AP fréttir frá Rosenblum, fróðasta stríðsfréttaritaranum. Landsmenn urðu fáfróðir og endurkusu George W. Bush. Til þess voru refirnir skornir.