Skrúfað fyrir vefinn

Fjölmiðlun

Tvítugsafmæli morðanna á Torgi hins himneska friðar er á morgun. Því hefur glæpastjórnin í Kína lokað fyrir vefþjónusturnar Twitter, Flickr og Hotmail. Áður var glæpastjórnin búin að loka YouTube og Blogger. Hún óttast umræðu á vefnum um blóði drifna sögu hennar. Veraldarvefurinn er orðinn höfuðóvinur hins ofbeldishneigða og ofurfreka Kínaveldis. Sem teygir arma sína alla leið til heybrókanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar. Um allan heim er Kínastjórn til vandræða, styður fjöldamorðingja og stríðsglæpamenn í þriðja heiminum. Er til meiri vandræða en Bandaríkin. Og er þá mikið sagt.