Samkvæmt skúbbi Guardian í morgun hefur Evrópusambandið ákveðið að taka við Íslandi á hraðferð á tveimur árum. Það er gert til að bjarga landinu frá gjaldþroti, sem annars vofir yfir að áliti sambandsins. Samkvæmt hugmyndum sambandsins verður Ísland orðið aðili á mettíma, árið 2011. Sambandið telur, að hrun Sjálfstæðisflokksins flýti fyrir málefnalegri ákvörðun um aðild. Þáttur í aðgerðinni er, að krónunni verði skipt út fyrir evru strax við inngönguna. Sögunni fylgir, að Evrópusambandið muni sérstaklega af þessu tilefni slaka á kröfum um jafnvægi í þjóðar- og ríkisbúskap Íslendinga.