Allt í lagi að vera án fasts netsambands? Heimsótti tjaldstæði tvisvar á dag (Já, netið er komið á tjaldstæðin). Kíkti á fésbók, blogggátt og fréttagátt og setti punkta á netið. Oftast um atriði, sem hafa verið í fréttum og umræðu eða verða næstu daga. Þarf ekki að skoða póstinn og kíkja á veðurspána oftar á dag. Alls fara þannig tveir tímar á dag í internetið. Það er bara fjandans ekki nóg. Mig skorti nettíma til að gúgla og wikipedíast við að kíkja bakvið tjöldin. Var því tæpast upplýstur um öll mál dagsins. Sleppti að skrifa um flækjur, tók bara fyrir einföld mál. Skuggahliðin á gæðatíma sveitasælunnar var óþægileg. Hlakkaði til að komast í betri manna netsamband í stórborginni.