Skuldfrír við lyklaskil

Punktar

Viðskiptaráð hefur lýst andstöðu við frumvarp um lyklaskil, sem bendir til, að það sé gott frumvarp. Vil því ítreka þá skoðun, að með lögum verði fólki heimilað að skila lyklum að íbúð og/eða bíl. Verði þá laust við skuldir, sem á þeim hvíla. Einnig þarf lög um, að fólk losni af vanskilaskrám á tímabili frestunar. Bönkum sé þannig bannað að halda dauðahaldi í líkið af fólki út á formsatriði. Hjónaskilnaðir verði gerðir framkvæmanlegir með því að heimila uppskipti á eignum og skuldum án samþykkis banka. Þeir eru glæpastofnanir, sem hafa engan góðan vilja og skilja ekkert, nema þeir séu lamdir í hausinn.