Skuldir stórþjófa og almennings

Punktar

Siðblindir bankastjórar aðstoða stórþjófa við kennitöluskipti og gera þeim kleift að taka við rekstrinum að nýju. Þá er búið að afskrifa helling af skuldunum og skilja þær eftir í gamla félaginu. Ef Ásmundur Stefánsson í Landsbankanum umgengist venjulegt fólk á sama hátt, mundi hann segja: Við skiptum um kennitölu fyrir þig, afskrifum íbúðina þína um helming, afhendum þér hana aftur. Þú skuldar bara tuttugu milljónir í stað fjörutíu. Ásmundur gerir það ekki, því að þú ert ekki stórþjófur. Vitnar bara í Gylfa ráðherra, er bullar, að skuldir almennings geti ekki horfið. Skuldir stórþjófa hverfa.