Skuldirnar eru miðlungs

Punktar

Skuldir ríkisins eru ekki sambærilegar við Grikkland og Ítalíu. Þær eru bara 60% af landsframleiðslu, ekki 100%. IceSave er ekki enn orðin ríkisskuld og verður lítil, þegar hún kemur inn í reikningana. Einnig er rýrnun skatttekna lítill þáttur í skuldunum. Þær stafa nánast bara af tvennu. Í fyrsta lagi gjaldþroti Seðlabankans, sem kastaði 350 milljörðum út um gluggann síðustu mánuði fyrir hrun. Í öðru lagi gjaldþroti viðskiptabankanna, sem kostaði ríkið annað eins, 300 milljarða. Það er rugl að líkja smælkinu í IceSave og rýrnun skatttekna við risavaxið gjaldþrot Seðlabankans og viðskiptabankanna.