Fæstir taka mark á hefðbundnum fjölmiðlum og þeim fækkar ört. Stafar einkum af, að þeir hafa lengi ekki nennt að skúra hjá sér. Eigendur fjölmiðla þurfa að lýsa yfir, að fjölmiðlarnir starfi í þágu borgaranna. Ráði forstjóra, sem skilja það. Setji skýrar verklagsreglur á ritstjórn og birti þær. Lýsi yfir, að ritstjórar ráði fréttum afskiptalaust. Blaðamönnum verði kennd siðfræði fjölmiðlunar. Ráðinn verði umboðsmaður lesenda á ritstjórnir. Nafnlaus tröll verði bönnuð í athugasemdum á vefsíðum sem annars staðar. Fyrsta skrefið til að endurreisa traust fjölmiðla er að hreinsa til og skúra síðan reglulega.