Ég vil láta loka skurðum til að endurheimta votlendi. Mýrar eru vörn gegn landeyðingu. En stríð gegn skurðum kemur ekki í stað skógræktar á öðrum stöðum í landinu. Tré skjóta rótum, sem verjast uppblæstri. Við þurfum að gróðursetja tré sem víðast, þótt önnur landgræðsla sé líka góð. Við skulum ekki detta í skotgrafir með og móti skurðum, með og móti trjám, með og móti grasi. Við skulum styðja allt þetta, að minnsta kosti upp í 400 metra hæð. Sumir vilja svarta landvernd á hálendinu. En mér finnst eðlilegt að reyna að efla gróðurþekjuna einnig þar. Til samræmis við stöðuna við landnám.