Skurðlæknar misþyrma táningum

Punktar

Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar farnir að skera upp táninga, sem þjást af ofáti. Maginn, sem venjulega er á stærð við fótbolta, er minnkaður niður í stærð á við egg. Meltingarvegurinn er styttur með því að tengja framhjá hluta þarmanna. Þessar skelfilegu aðgerðir eru rökstuddar með því, að allar tilraunir til megrunar hafi reynzt árangurslausar, sjá grein eftir Lindsey Tanner hjá Associated Press. Aðrir læknar segja þetta siðlaust, enda sé um að ræða menningarsjúkdóm, sem áður var ekki vandamál. Fyrst eru börnin vanin á ruslfæði, sem ruglar taugaboð heilans og gerir þau að hömlulausum matarfíklum. Síðan er meltingarvegi þeirra gerbreytt með skurðaðgerð, þ.e. ráðist er á afleiðingarnar, en ekki orsökina. Síðan verða börnin að lifa ævilangt við fylgifiska breytingarinnar. Hvernig væri að fara heldur að ráðast gegn orsökinni sjálfri í fyrsta lagi og í öðru lagi gegn ofurvaldi fíkninnar, sem gerir táningum sem öðrum ókleift að fylgja megrunarkúrum?