Skúringakerlingar bera ábyrgðina

Punktar

Fávitasetning ársins er eftir Áslaugu Gunnlaugsdóttur lögfræðing: „Stjórnarmenn geta verið dregnir til ábyrgðar“. Auðvitað nefnir hún engin dæmi, enda óþekkt hér á landi, þekkist að vísu erlendis. Setningin er gott dæmi um, hvað fífl eru á sjó dregin, þegar fokið er í flest skjól. Höfum það á hreinu: Engin dæmi eru um, að stjórnarmenn fyrirtækja, eins og til dæmis Granda, beri ábyrgð á neinu. Hins vegar er fjöldi fólks, sem be r ábyrgð. Einkum skúringakerlingar. Ævinlega eru þær reknar, þegar laga þarf rekstur fyrirtækja undir stjórn fávita. Til að finna ábyrgð í þessu volaða ríki, þarf að leita hjá þeim, sem lægst hafa laun.